Paparnir á páskadansleik Stapans
Hljómsveitin Papar munu spila á páskadansleik Stapans á föstudaginn Langa, en Stapinn er einn af fjórum viðkomustöðum Papanna um páskana. Páll Eyjólfsson hefur verið í Pöpum frá upphafi og hann lofar góðri skemmtun.
„Okkur finnst alltaf jafn gaman að spila í Stapanum. Stemmningin sem þar myndast er alveg einstök og það er alveg öruggt að það verður mikið fjör á ballinu á föstudaginn langa,“ sagði Páll í samtali við Víkurfréttir.
Forsala aðgöngumiða verður í Stapanum á skírdag milli klukkan 14 og 16.
Myndin: Paparnir á dansleik í Stapanum.