Pálmar Guðmundsson: Leiddu mig
Sandgerðingurinn og bassaleikarinn Pálmar Guðmundsson vinnur nú að plötu sem hefur fengið vinnuheitið PG Blús. Fyrsta lagið af komandi plötu, Leiddu mig, er nú aðgengilegt á Spotify og öðrum helstu streymisveitum. Tónlistin er blússkotið popp með persónulegum blæ, lagið samdi Pálmar ásamt systur sinni Fríðu Dís Guðmundsdóttur.
Hljóðfæraleikararar eru Halldór Lárusson sem spilar á trommur, Kristján Adólf Marínósson syngur og spilar á kassagítar, Kristinn Hallur Einarsson spilar á hljómborð og Smári Guðmundsson spilar á gítar ásamt því að stjórna upptökum. Lagið var hljóðblandað af Inga Þóri Ingibergssyni.
https://open.spotify.com/artist/1AB72pshQZH8EuCSCSCFF9
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á á FB og Instagram síðu þess:
https://www.facebook.com/pgblues
https://www.instagram.com/pg_blues/