Páll Óskar ræddi einelti við nemendur
Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson ræddi einelti við nemendur og foreldra í Háaleitisskóla á Ásbrú síðdegis í gær.
Þar fór fram Maritasfræðsla á sal skólans sem kallast „Þolandi og gerandi eineltis – frá sjónarhorni beggja“. Erindið er hugsað fyrir nemendur í 4. – 7. bekk ásamt foreldrum og forráðamönnum.
Mæting var með ágætum en auk Páls Óskars komu fram þau Magnús Stefánsson og Snædís Birta Ásgeirsdóttir.