Páll Óskar og Monika í Duus-húsum
Fyrstu tónleikar vetrarins hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar eru með Páli Óskari og Moniku Abendroth hörpuleikara ásamt strengjasveit. Tónleikarnir eru haldnir í Duushúsum fimmtudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20:00 og geta styrktarfélagar nýtt miða sína á tónleikana.
Páll Óskar og Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan “Ef ég sofna ekki í nótt” og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna “Ljósin heima”.
Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500.
Páll Óskar og Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan “Ef ég sofna ekki í nótt” og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna “Ljósin heima”.
Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500.