Páll Óskar og Monika á aðventutónleikum í Sandgerði
Þann 3. desember næstkomandi halda Páll Óskar, söngvari, og Monika, hörpuleikari, aðventutónleika í safnaðarheimilinu Sandgerði.
Þar koma þau fram ásamt strengjakvartett, kór Hvalsneskirkju, kór Útskálakirkju og söngsveitinni Víkingarnir. Flutt verður bæði nýtt og gamalt efni eftir íslenska og erlenda höfunda, t.a.m. Hreiðar Inga Þorsteinsson, Magnús Þór og Burt Bacharach. Að sjálfsögðu verða jólalögum gerð góð skil á efnisskránni. Páll Óskar & Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan „Ef ég sofna ekki í nótt” og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna „Ljósin heima”. Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Aðgangseyrir er kr. 2000. Miðar eru seldir við innganginn.