Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Páll Óskar færði Rokksafni Íslands veglegar gjafir
    Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður.
  • Páll Óskar færði Rokksafni Íslands veglegar gjafir
    Páll Óskar við mynd af sér á safninu.
Þriðjudagur 1. apríl 2014 kl. 10:58

Páll Óskar færði Rokksafni Íslands veglegar gjafir

Formleg opnunarhátíð verður á laugardag.

„Páll Óskar var svo indæll að afhenda Rokksafni Íslands í gærkvöldi alla búninga og galla sem hafa verið sérsaumaðir á hann frá því að hann byrjaði að koma fram ásamt öllum gull- og platínuplötunum sínum! Við þökkum Páli Óskari kærlega fyrir framlagið sitt í Rokksafnið og lýsum hér með yfir að við höldum sérsýningu um Pál mjög bráðlega,“ segir á Facebook síðu Rokksafns Íslands rétt í þessu.

Formleg opnunarhátíð Hljómahallar og Rokksafns Íslands verður á laugardag. Veglegar gjafir Páls Óskars eru aðeins örsmár hluti af öllu því sem þar verður hægt að berja augum. Meðal þess verður þessi risagítar sem Brynjar í hljómsveitinni Of Monsters and Men fékk að prófa í fyrradag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024