Páll Óskar dansaði uppi á borðum
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson dansaði uppi á borðum í BRYN ballett akademíunni á Ásbrú í gærkvöldi. Þar fór fram verkefnið „Sameinuð við dönsum“.
Bryndís Einarsdóttir frá BRYN ballett heimsótti allar félagssmiðstöðvar Suðurnesja og kenndi öllum áhugasömum nemendum úr 8. 9. og 10. bekkjum „dansatriði“ sem svo var dansað sameiginlega við lifandi tónlist í gærkvöldi þar sem Páll Óskar flutti lagið La Dolce Vita.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Menningarráði Suðurnesja og tilgangur með því er að auka á jákvæð samskipti unglinga sem búa víðs vegar um Suðurnesin og vera þannig samstarfsverkefni unglinga sem búa á mismunandi svæðum.
Myndband frá uppákomunni kemur inn á vef Víkurfrétta síðar í dag.