Páll Óskar á Víðisballi á föstudagskvöld
Páll Óskar Hjálmtýsson verður í eldlínunni með Víðismönnum í Garði annað kvöld. Hann mun stjórna tónlistinni og fjörinu eftir miðnætti en fram að þeim tíma verður konukvöld á vegum Víðis.
Fyrr um kvöldið verður konukvöld sem varð uppselt á 1 ½ klukkutíma, síðan um miðnætti verður mökum og öðrum gestum hleypt inn. Það er hægt að nálgast miða hjá Gulý í síma 663-7940 eða Evu í síma 868-9502. Allur ágóði af þessu kvöldi rennur til knattspyrnufélagsins Víðis.