Páll Óskar, Jóhanna Ruth, Bó og Maggi Kjartans
Ásamt fleiri góðum á stórtónleikum Ljósanætur
Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt miklu tjaldað til. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöldi þegar helstu poppstjörnur landsins skemmta íbúum Reykjanesbæjar og gestum. Að þessu sinni verður dagskráin heldur betur vegleg.
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kemur mannskapnum í rétta gírinn. Jóhanna Ruth sem heillaði þjóðina og sigraði í Ísland Got Talent 2016 lætur ljós sitt skína. Maggi Kjartans og ljóssins englar mæta á svæðið með „show“ sem er sérstaklega sett saman fyrir Ljósanótt. Með honum í för eru auðvitað okkar menn og engir aukvisar, Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson ásamt þeim Björgvini Halldórssyni og Stefaníu Svavarsdóttur.
Að lokinni flugeldasýningu HS Orku er það poppstjarna Íslands, sjálfur Páll Óskar, sem tryllir lýðinn.