Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Páll Óskar, Ingó, The Backstabbing Beatles, kór Tækniskólans og súpa á Bryggjuballi Sjóarans síkáta
Þriðjudagur 22. maí 2012 kl. 09:47

Páll Óskar, Ingó, The Backstabbing Beatles, kór Tækniskólans og súpa á Bryggjuballi Sjóarans síkáta

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík um sjómannadagshelgina verður sett á netið á miðvikudaginn á www.sjoarinnsikati.is og síðan dreift í öll hús á Suðurnesjum. Margir bíða spenntir eftir dagskránni á Bryggjuballinu á föstudagskvöldinu á Sjóaranum síkáta en verður landslið skemmtikrafta með sjálfan Pál Óskar fremstan í flokki. Þá ætlar Northern Light inn að bjóða bryggjugestum upp á súpu og kór Tækniskólans tekur lagið líkt og Ingó og The Backstabbing Beatles!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eftir götugrill kl. 18:00 um allan bæ verður svo litaskrúðganga úr hverfunum fjórum kl. 20:00 að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu.


Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut að Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp Heiðarhraun og að Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að hátíðarsvæðinu í þessari röð: Grænir, bláir, appelsínugulir og rauðir.


Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu að Hafnargötu 7b (við hliðina á Mamma Mia).
20:30 „Trúbadorar" úr hverju hverfi halda uppi „brekku-eða bryggjusöng"
20:50 Verðlaunaafhendingar: Best skreytta húsið, best skreytta gatan, frumlegasta skreytingin, best skreytta fyrirtækið og best skreytta hverfið.
21:00 Sigurvegarar í söngvakeppni framhaldsskólanna - Kór Tækniskólans í Reykjavík syngur.
21:15 Jón, Páll og Pollarnir leika nokkur lög - Grindvísk hljómsveit.
21:35 The Backstabbling Beatles leikur nokkur lög.
22:00 Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir (hann verður líka á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu)
22:30 - 24:00 Bryggjuball - Ingó, Hreimur og Veðurguðirnir.
23:00 Súpa fyrir alla gesti á bryggjuballinu í boði Northern Light Inn.