Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pakkið og regnboginn
Föstudagur 28. ágúst 2009 kl. 08:30

Pakkið og regnboginn


Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson hefur ávallt látið að sér kveða á Ljósanótt með ýmsum menningarviðburðum sem hann hefur staðið fyrir. Að þessu sinni ætlar hann að gleðja bæði eyru og augu Ljósanæturgesta með myndlist og tónlist.

Guðmundur hefur kallað saman tónlistarfólk úr ýmsum áttum til þáttöku í veglegum vinnustofutónleikum í Svarta pakkhúsinu á fimmtudagskvöldinu kl. 21. Tónleikana kallar listamaðurinn Pakkið í pakkhúsinu en þar verða flutt 13 frumsamin lög eftir Guðmund.

Með Guðmundi koma fram Kvennakór Suðurnesja, Steinar Guðmundsson á píanó, Páll Pálson á bassa, Kjartan Már Kjartansson á fiðlu, Marinó Már á trommur, Ágúst Ingvarsson á slagverk, Hlöðver Guðnason á mandólín, Guðmundur Símonarson á gítar, Sigurður Jónsson á Harmonikku, Steini Jóns á munnhörpu og Sveinn Björgvins á rafgítar.

Á fimmtudagskvöldið kl. 20:30, skömmu áður en tónleikarnir hefjast kveikir Guðmundur á ljósa- og vatnslitaverkinu Regnbogadansinum við Ægisgötu. Verkið er 12 metra langt vatnsrör með 18 mismunandi spýssum. Það er tengt við brunahana og myndar 10 metra háan vatnsbragga. Ljóskastarar sjá síðan um að gæða verkið litum regnbogans. Hægt verður að ganga í gegnum verkið.
---


VFmynd/elg – Guðmundur Rúnar á afmælistónleikum sem hann hélt á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024