Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pakkið heldur styrktartónleika
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 09:55

Pakkið heldur styrktartónleika


Tónlistarhópurinn Pakkið, sem hélt veglega tónleika í Svarta Pakkhúsinu á síðustu Ljósanótt, ætlar að koma saman á Ránni, fimmtudagskvöldið 10. desember og halda styrktartónleika fyrir ungan dreng í Reykjanesbæ og fjölskyldu hans en drengurinn berst við krabbamein. Allir þeir sem koma fram munu gefa vinnu sína og Ráin leggur fram afnot af húsnæðinu endurgjaldslaust.
Boðið verður upp á fordrykk og piparkökur. Miðaverð er 1000 krónur og einhver heppinn tónleikagestur mun eignast 2ja metra málverk eftir myndlistarmanninn Guðmund Rúnar Lúðvíksson.

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024