Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Pakkar inn öllum jólagjöfunum 6. des.
Mánudagur 24. desember 2018 kl. 07:00

Pakkar inn öllum jólagjöfunum 6. des.

Kristín Fjóla Theodórsdóttir segist hlakka meira til jólanna í dag en áður. Hún er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn því henni finnst best að klára það sem fyrst.

Ertu mikið jólabarn?
Já og nei. Sem skilnaðarbarn voru jólin svoldið stressandi fyrir mér en því eldri sem ég verð því meira hlakka ég til jólanna.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?
Shake up Christmas með Train.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?
Ég tók bara einn heilan dag í það, 6. desember og pakkaði þeim öllum inn líka.

Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?
Mig minnir að ein jólin fékk ég svona sjö bækur í jólagjöf sem ég að sjálfsögðu fagnaði því að ég elska ekkert meira en að lesa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað er ómissandi á jólum?
Malt og Appelsín!

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?
Þegar öll fjölskyldan kemur saman og hefur góðar stundir.

Bakar þú smákökur fyrir jólin?
Ég er nú aðeins nýlega byrjuð að búa ein og það voru alltaf bakaðar smákökur heima hjá foreldrum mínum þannig að sjálfsögðu held ég þeirri hefð áfram.

Hvenær setjið þið upp jólatré?
Myndi segja að önnur vikan í desember sé besti tíminn.

Ertu með einhverjar fastar hefðir um jólin?
Bara þetta klassíka, borða jólamat með fjölskyldunni, opna pakka saman og spila eitthvað skemmtilegt spil.

Hvenær eru jólin komin hjá þér?
Ég fer ekki í jólagírinn fyrr en svona viku fyrir aðfangadag þegar allt er orðið skreytt og jólaveislurnar eru hafnar.

Hvar ætlar þú að verja aðfangadegi?
Ég mun eyða aðfangadeginum hjá pabba mínum og stjúpmömmu minni ásamt systkinum mínum.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Sveppasúpa í forrétt og hamborgarhryggur í aðalrétt.

Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Ég man að ég var yfir mig ánægð að fá nýju Harry Potter bókina í jólagjöf því að það var uppáhalds bókaserían mín í æsku og það minnir mig á góða tíma.