Paddy´s pub-quiz hefst á ný
Fimmtudaginn 11. September kl.22:00 fer aftur af stað eftir sumarfrí hið geysi vinsæla pub-quiz á Paddy´s en það er búið að vera ómissandi þáttur í starfsemi Paddy´s síðustu 3 árin.Fyrir þá sem ekki vita hvað pub-quiz er, þá er það spurningakeppni milli liða með að hámarki 4 í hverju liði. Hver keppni er 3 lotur og eru veitt verðlaun eftir hverja lotu og svo aðal verðlaun fyrir sigurvegara kvöldsins. Leitast er við að hafa spurningarnar sem fjölbreyttastar og við allra hæfi þannig að það þarf enginn að óttast að mæta og vera með. Það kostar ekkert að taka þátt og hvetjum við því sem flesta til að mæta á Fimmtudaginn kl.22:00 og láta ljós sitt skína. Hægt er að fá nánari upplýsinga um pub-quiz í síma 4218900.