Pabbinn á Ránni
Laugardagskvöldið 15. september verður leikverkið Pabbinn sýnt í Ránni sem er einleikur eða "one-man-show" þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi. Pabbinn fjallar á gamansaman hátt um hvað það er að vera pabbi í nútímasamfélagi. Þar til fyrir stuttu hefur hlutverk feðra, í uppeldi barna, eiginlega verið talið óþarft. Í hundruð ára trúði fólk því að konur, einfaldlega vegna eðlisávísunar þeirra, væru mun hæfari í að ala upp börn. Þær væru nú með réttu græjurnar og svona. En nútíminn er allt annar: heimurinn breyttist. Heimilin breyttust. Kynjamunurinn minnkaði. Núna er sagt að karlmaður, sem tekur virkan þátt í og axlar ábyrgð á uppeldi barna sinna, hafi gríðarleg áhrif (jákvæð!) á börnin, heimilið og heiminn. En af hverju líður flestum karlmönnum samt eins og þeir þurfi að ljúka BA-námi í ?föðurfræðum? í hvert skipti sem þeir halda á börnunum sínum? Pabbatúrinn hófst á Hótel Selfossi á miðvikudagskvöld og var uppselt korteri fyrir sýningu. Rúmlega 300 manns troðfylltu Hótelið og var stemmningin frábær.
Síðan var haldið áfram sem leið lá til Hvolfsvallar og var sama sagan þar Uppselt og svo koll af kolli.....
Leikverkið er frásögn þar sem Pabbinn fjallar um aðdraganda þess að hann og konan hans ákváðu að eignast barn. Hvað gerist á meðgöngunni og við undirbúning fæðingarinnar. Fæðingunni og fyrstu skrefunum eru gerð góð skil þegar heim er komið. Allt er séð frá sjónarhóli karlmannsins. En að lokinni meðgöngunni, fæðingunni og fyrstu skrefunum tekur við næsta tímabil, sennilega það lengsta: Uppeldistímabilið. Og það er oft þá, þegar barnið byrjar að ganga, að aðrir hlutir hætta að ganga ? eins vel, til dæmis hjónabandið. En þegar öllu er á botninn hvolft eru pabbar að gera hluti í dag sem þóttu óeðlilegir áður. Nú taka þeir ábyrgð á uppeldinu og sinna börnunum. Og kannski eru pabbar fyrst að fatta það núna hvað þeir hafa farið á mis við?
Pabbinn er drepfyndið og hjartnæmt nýtt íslenskt leikrit sem fjallar um það sem skiptir einna mestu máli í lífinu.
Sýningin hefst kl. 20:00 og byrjar miðasalan kl 18:00 í Ránni
Miða og borðapantanir eru í síma 421-4601.
www.pabbinn.is