Pabbi vill meina að ég skari framúr sem sóði
Kristín Salbjörg Einarsdóttir er 23 ára, hefur alla sína ævi búið í Garðinum og vinnur á Lighthouse Inn í sínum heimabæ. Draumabíllinn hennar er Rolls Royce þó henni finnist það nokkuð óraunhæft en ilmurinn af þvotti sem hefur verið úti á snúru er sá besti sem hún finnur. Kristín svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta.
– Nafn:
Kristín Salbjörg Einarsdóttir.
– Fæðingardagur:
12. mars 1997.
– Fjölskylduhagir:
Einhleyp, barnlaus og bý í foreldrahúsum.
– Búseta:
Garður.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ég er dóttir Einars Heiðarssonar og Guðrúnar Georgsdóttur og ég hef alla mína ævi búið í Garðinum.
– Starf/nám:
Ég vinn á Lighthouse inn í Garðinum en er vonandi að fara í háskóla eftir sumarið.
– Hvað er í deiglunni?
Það hefur margt gerst á stuttum tíma, t.d COVID-19 sem olli því að samkomubann og jafnvel útgöngubann í mörgum löndum var sett á og fólk hefur verið að missa vinnuna sína í kjölfarið sem er hræðilegt – en ég er bjartsýn á framhaldið, við komum sterkari úr þessu.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Ég var ekki tossi en heldur ekkert duglegur nemandi. Bara þessi venjulegi nemandi.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Þau voru mjög skemmtileg, hefði viljað einbeita mér betur að náminu en ég var meira að hugsa um félagslífið á þessum tíma eins og margir aðrir.
– Hvað er þitt draumastarf?
Það fyrsta sem mér dettur í hug er að vinna á rannsóknarstofu.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Mazda 3 árgerð 2006.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Volkswagen Golf 2016 árgerð.
– Hver er draumabíllinn?
Draumabíllinn minn er auðvitað Rolls Royce en það er kannski frekar óraunhæft.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Bróðir minn átti svona Turtles-bangsa sem hét Greyið, hann hefur verið með okkur í 25 ár. Ég var sem sagt alltaf að stela honum.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Ilmurinn af þvotti sem hefur verið úti á snúru.
– Hvernig slakarðu á?
Ætli það sé ekki bara að liggja uppi í rúmi og horfa á sjónvarpið, eða kíkja í pottinn.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
Ég hlustaði ekki á annað en rapp/hiphop- tónlist.
– Uppáhaldstónlistartímabil?
Sumarið 2016 úffff.. ekkert toppar það.
– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?
Gömul íslensk lög eru klassísk yfir sumartímann.
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Rokktónlist auðvitað.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Nei en langaði samt alltaf að læra að spila á píanó.
– Er einhver tónlist sem þú skammast þín fyrir að fíla, svona guilty pleasure?
Jááá, svona íslensk popplög.
– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?
Já, horfi mest á Netflix og Síminn Premium.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
EUROVISION.
– Besta kvikmyndin?
Intouchables.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Ég les ekki bækur, skammast mín smá fyrir það.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Pabbi segir: „Að vera sóði!“ ... en ég vil meina eins og staðan er núna þá hreyfi ég mig mest á heimilinu.
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Elda pasta ... Ójááá.
– Hvernig er eggið best?
Harðsoðið og borðað með salti.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Hversu erfitt ég á með að vakna á morgnana.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Þegar fólk er þrjóskt því ég er svo þrjósk sjálf.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Held að það séu lautarferðirnar sem við fjölskyldan fórum oft í úti á Hvalsnes, ætli það séu ekki góð fimmtán ár síðan.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Ætli það sé ekki „Ómægod“.
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
Aftur í framhaldsskóla til að standa mig betur.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
„Never a dull moment“
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Ég myndi vera Beyonce og ég myndi bóka mig (hana) á tónleika á Íslandi.
– Hvaða þremur persónum myndir þú bjóða í draumakvöldverð?
Kardashian-systrunum.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Ástandið hefur auðvitað ekki verið gott en ég hef reynt að gera það besta úr aðstæðum og mér hefur aldrei liðið eins vel andlega og líkamlega.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Ójá, ég ætla gera helling í sumar!
– Hvað á að gera í sumar?
Kíkja uppí bústað, skoða nýja staði, mögulega taka hringinn í kringum landið.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Ég myndi auðvitað fara með þau á fallega Garðskagann okkar, sýna þeim hvítu ströndina, fara upp í báða vitana og taka göngutúr um Garðinn.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
... til Miaaaami.