Pabbar og afar í þorraveislu
Boðið var til þorraveislu í leikskólanum Gimli.
Víða var ýmislegt þjóðlegt gert í tilefni af bóndadegi og byrjun þorra í dag. Á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ var feðrum og öfum boðið til þorraveislu. Það er orðinn árviss viðburður sem mælst hefur vel fyrir og mæting hefur verið góð. Starfsmenn Gimlis tóku þessar skemmtilegu myndir í morgun af gestum, gestgjöfum og veitingum.
Girnilegt hlaðborð.
Þá var lagið tekið.
Hressar dömur með þorrakórónurnar sínar sem þær gerðu sjálfar.
Kynslóðir nutu sín saman.
Líklega var þessi hákarl ekki borðaður.