Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ozzy og kölski staddir í Fríhöfninni
Miðvikudagur 22. febrúar 2012 kl. 11:12

Ozzy og kölski staddir í Fríhöfninni



Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Fríhöfninni í dag og blaðamaður Víkurfrétta reif sig á fætur til að ná morguntraffíkinni um klukkan 6:30 í morgun. Stemmningin var mjög góð enda margs konar verur á ferli sem skemmtu farþegum sem voru á leið út fyrir landssteinana.

Í tilefni af öskudegi ákváðu starfsmenn Fríhafnarinnar að halda upp á daginn með því að mæta til vinnu í furðufötum farþegum til mikillar gleði.  Starfsmenn settu mikinn svip á lífið inní verslun og skemmtu þeir sér vel með farþegum. Krakkar sungu ekki fyrir starfsmenn en þeim þótti augljóslega gaman af þessu uppátæki þeirra.

Ákveðið var að hvetja alla starfsmenn til að taka þátt og mæta í skemmtilegum búningum til að halda saman upp á þennan dag. Það voru heldur betur litríkir einstaklingar sem mættu til starfa. Farþegarnir voru mjög hissa á uppátæki starfsmanna, sumir áttuðu sig ekki á að öskudagurinn væri í dag aðrir hlógu og skemmtu sér og tóku jafnvel myndir af starfsmönnum.

Myndasafn Víkurfrétta inniheldur fleiri myndir frá þessari skemmtilegu uppákomu.



Ozzy Osbourne aðstoðaði fólk við að velja sér áfengi



Svo var kölski sjálfur staddur í snyrtivörudeildinni...

Myndir/EJS [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024