Óvissuferð til Íslands: Ánægð með brúðkaupsferðina
Rétt eftir hádegi komu 17 pör með rútu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þau voru að koma úr Bláa Lóninu. Pörin eru í óvissuferð á Íslandi í tilefni af Valentínusardeginum, en Icelandair skipulögðu ferðina. Pörin 17 eru annaðhvort í brúðkaupsferð eða þau eru að fara að gifta sig, en vígsluathöfnin fer fram um borð í vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar. Hjónin Guy og Kristin Federico eru í brúðkaupsferð á Íslandi, en það eru fjórir mánuðir síðan þau giftu sig í Washington þar sem þau búa. Guy starfar við fréttaskýringaþáttinn Nightline frá ABC sjónvarpsstöðinni og Kristin er framkvæmdastjóri á sjúkrahúsi í Washington. Þau segjast vera mjög ánægð með markaðssetningu Icelandair og þeim fannst það frábært tækifæri að fara í brúðkaupsferð til Íslands. Þau fengu að vita hvert ferðinni væri heitið þegar þau fóru í Bláa Lónið í morgun, en fram að þeim tíma héldu þau að þau myndu vera á Íslandi. Kristin segir að hún sér mjög ánægð: „Það er frábært að vera komin til Íslands og okkur finnst landið frábært. Sérstaklega var gaman að koma í Bláa Lónið, það er alveg einstakt. Við erum bara rosalega ánægð með þetta allt saman,“ sagði Kristin í samtali við Víkurfréttir.