Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óvenju margir tvíburar við Hraundal í Njarðvík
Gatan Hraundalur í Njarðvík þar sem brátt munu búa fjögur pör tvíbura. Mynd af ja.is
Mánudagur 2. janúar 2017 kl. 10:36

Óvenju margir tvíburar við Hraundal í Njarðvík

Við götuna Hraundal í Njarðvík búa nú þrenn pör tvíbura og í vor bætist það fjórða í hópinn. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Við Hraundalinn eru tólf hús. Þegar tvíburabræðurnir Guðbrandur Elí og Grétar Elí flytja þangað næsta vor ásamt fjölskyldu sinni munu því búa tvíburar í þriðjungi húsa við götuna.

Elstu tvíburarnir við Hraundal eru þeir Alexander og Adolf Haraldssynir, níu ára. Hinir tvíburarnir eru tveggja ára eða yngri og því ekki farnir að leika saman en ljóst að búast má við fjöri í götunni á næstu árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá frétt RÚV hér.