Óvæntir gestir í gleymdum iPad
Starfsfólk í FLE kann að flippa
Starfsfólk Icelandair er að slá í gegn á samskiptasíðunni Reddit um þessar mundir. Notandi á síðunni birti meðfylgjandi myndir af starfsfólki í FLE í góðu flippi, en myndirnar fann hann óvænt á iPadinum sínum sem hann gleymdi í flugvél Icelandair. Eigandi spjaldtölvunnar hefur húmor fyrir myndum starfsfólksins og vonast til þess að þau lendi ekki í vandræðum vegna myndbirtingar. Nútíminn segir frá málinu.
„Ég áttaði mig í sannleika sagt ekki á því að það gæti gerst. En mér finnst þetta frábært og ég kann bara betur við Icelandair, ef eitthvað er. Þannig að ég vona að enginn lendi í vandræðum útaf þessu,“ segir eigandi iPadsins.