Óvænt trúlofun í Bláa Lóninu á milli hátíða
Ísland er staður sem breytir lífinu og ekki eingöngu vegna trúlofunarinnar sagði Jan Davidson frá Belfast, Írlandi sem bað unnustu sinnar á Íslandi.
Jan Davidson og Catherine McKee frá Belfast á Írlandi trúlofuð sig i Bláa Lóninu á milli jóla og nýárs. Unnusta mín hafði ekki hugmynd um að við værum að á leið til Íslands þar til við vorum á flugvellinum í London sagði Jan.
„Ferðin var óvænt jólagjöf og áfangastaðurinn var óþekktur. Frá því við komum í Bláa Lónið og þar til við fórum var allt fullkomið“.
„Þetta var fyrsta heimsókn okkar til Íslands. Landið er fallegt, fólkið vingjarnlegt og maturinn sá besti sem ég hef fengið - landið er hreint og mjög svalt! Við munum örugglega heimsækja Ísland og Bláa Lónið aftur þar en Ísland er staður sem breytir lífinu – og ég segi það ekki ekki eingöngu vegna trúlofunarinnar,“ sagði Jan sem var að vonum ánægur með að unnustan sagði já.