Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ótrúlegar myndir af tvíburakeisaraskurði í TVF
Miðvikudagur 7. apríl 2004 kl. 12:16

Ótrúlegar myndir af tvíburakeisaraskurði í TVF

Í nýjasta Tímariti Víkurfrétta, TVF eru ótrúlegar ljósmyndir af tvíburakeisaraskurði sem framkvæmdur var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í janúar. Rætt er við foreldrana fyrir aðgerðina, fylgst er með aðgerðinni sjálfri og litið er í heimsókn til tvíburanna eftir að þeir komu heim. Í TVF er áhrifamikið viðtal við Helga Einar Harðarson úr Grindavík, en Helgi bíður nú eftir þriðja hjartanu. Fyrir 15 árum fór Helgi í hjartaskiptaaðgerð og var annar Íslendingurinn til þess. Nú hefur hann beðið í eitt ár eftir nýju hjarta.
Suðurnesjamærin Snjólaug Þorsteinsdóttir starfar sem flugfreyja og fyrirsæta í Dubai í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum og er ítarlegt viðtal við hana í blaðinu, auk fjölda mynda frá Dubai. Kalli Bjarni ræðir um lífið eftir Idol. Spjallað er við ungan kvikmyndagerðarmann sem er við nám í Madríd, auk fjölda annarra viðtala. Í blaðinu eru einnig fjöldi myndasyrpa frá hinum ýmsu samkomum á Suðurnesjum. Semsagt stútfullt blað af fjölbreyttu efni. Tímarit Víkurfrétta kostar aðeins 499  krónur.

Myndin: Frá tvíburakeisaraskurði á HSS í janúar. TVF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024