Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:22

ÓTRÚEG TILFINNING AÐ ÍSLANDSSTRENDUR

Hjá fyrirtækinu Vökvatengi í Njarðvík gista þessa dagana tveir ferðalangar, óvenjulegir ferðalangar. Þeir eru daninn Anders Bilgram og grænlenski lögreglumaðurinn Frederic S. Lynge sem hyggjast, í næstu viku, sigla til Grænlands nánar tiltekið til Julianahope á suðvesturströndinni. Fleyið, sem þeir félagar ferðast, heitir Olga og er opinn POCA 600 plastbátur,heilir sex metrar á lengd, sérstaklega hertur til að þola þrýsting hafíss. Á slóð víkinganna “Þetta er ævintýraferð, við siglum sömu leiðir og Víkingarnir til forna” sagði Anders sem er leiðangursstjóri. “Við lögðum upp frá Danmörku þann 12. júlí. Þaðan fórum við til Noregs, Shetlandseyja og Færeyja. Í Færeyjum lentum við í vandræðum með bátinn, nokkuð sem einnig plagaði okkur fyrir brottför frá Danmörku. Vandræðin urðu þess valdandi að leiðangursmönnuum fækkaði úr 4 í tvo. Báurinn var hreinlega að detta í sundur og viðgerðir stálu frá okkur einni og hálfri viku.” Frederik, sem m.a. sér um ljósmyndun og myndbandsupptökur, á að baki 18 ára starfsferil sem lögregluþjónn í Danmörku og á Grænlandi. “Flestir íbúar norðurskautslandanna ferðast um á opnum báum og við lítum á ferð okkar sem nokkurs konar nútímaeskimóaferðalag. Ferðalagið er að mestu kostað af fyrirtækjum og fárframlögum en þau 10% sem upp á vantar koma úr okkar vasa. Við hyggjumst skrifa ferðasöguna og halda sýningu áþeim myndum sem við tökum í ferðinni. Þetta er ferðalag sem aldrei hefur verið leikið áður, á litlum, opnum bát.” Eruð þið ekkert hræddir við náttúruöflin á Olgu litlu? “Nei, við fylgjumst afar vel með veðurspám sem betur hafa verið nokkuð nákvæmar” sagði Anders og Frederik bætti við að þeir félagar nýttu sér einnig staðhátakunnátu sjómanna á svæðinu áður en lagt væri í hvern legg ferðarinnar. Þið hafið nú verið á ferðalagi í einn og hálfan mánuð, þetta eru býsna langar siglingar? Anders: “Nei, við höfum aðeins verið um 7 daga á siglingu. Mestur tíminn hefur farið í viðgerðir á bátnum. Nú bíðum við t.d. eftir vélarhlutum. Við komum fyrir rúmlega viku síðan og ef XX í Vökvatengi hefði ekki verið svona hjálplegur værum mun verr settir. Við höfðum samband við hann seint að kveldi, hann bjargaði bánum á þurrt, útvegaði okkur húsnæði 1-2 og þrír og er á góðri leið með að bjarga vélunum í bátnum.” Siglduð þið beint frá Færeyjum til Keflavíkur? Frederik: “Nei, við komum fyrst að Höfn á Hornafirði. Ég hafði fundið lyktina af landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar við loks sáum strandlengjuna. Það var alveg ógleymanleg stund, mér leið eins og víkingi, rúmlega 1000 árum á eftir fyrstu víkingunum.” Ég sé að þið eruð með hringa. Er skipsnafnið, Olga, annarrar hvorrar eiginkonunnar? Frederik: „Kvenmannsnafn er það en ekki okkar kvenna.“ Anders: “Það vill svo til að upphaflega voru leiðangursmenn 5. Sá fimmti var rússi og hét eiginkona hans Olga. Skömmu fyrir áætlaða brottför kom babb í báinn. Rússinn hafði náð sér í aðra konu og eiginkonan heimtaði skilnað. Ekki bara það heldur vildi hún taka sæti eiginmannsins í ferðinni. Við Frederik vorum ekki tilbúnir að hafa kvenmann um borð í jafnlitlum bát, innan um 4 karlmenn, og fengum hana til að sættast á að við myndum skýra bátinn eftir henni. Eftir allar hrakfarirnar er ég ekkert of viss um að það hafi verið góð hugmynd.” Talandi um eiginkonurnar, voru þær sáttar við ferðahugmyndina? Frederik: “Þær réðu einfaldlega engu um hana. Þær voru ekki spurðar álits. Margar konur á norðurslóðum eiga eiginmenn sem eru sjómenn og dvelja langtímum að heiman. Án gríns, þá verðum við bara að eiga inni frí með þeim, í ellinni.” Hvenær leggið þið svo af stað til Grænlands? Anders: “Vonandi í næstu viku. Þetta er lengsta ferðalagið fyrir opnum sjó, rúmlega 750 km. Við munum ekki leggja upp nema veðurspáin sé góð. Olga er vel búin búnaði og við t.a.m með netfang fyrir tölvupóst. Við erum einnig með heimasíðu á netinu (www.polar.ing.dk) sem uppfærð er reglulega. Blm. VF kvaddi ferðalangana tvo, þó ekki fyrr en póstfangið var fengið gegn loforði um að senda engar myndir, til þess væri gerfihnattasambandið ekki nægilega gott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024