Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óþekkjanleg fíkniefnalögga með hárkollu og gervitennur
Myndin er samsett en ekkert víðsfjarri raunveruleikanum :-)
Mánudagur 13. apríl 2020 kl. 09:00

Óþekkjanleg fíkniefnalögga með hárkollu og gervitennur

Óskar Herbert Þórmundsson er yfirlögregluþjónn á eftirlaunum í dag en starfaði á árum áður meðal annars við fíkniefnadeildina í Keflavík. Hann sagði frá gömlu og sprenghlægilegu leyndarmáli fíkniefnalögreglunnar í viðtali við páskablað Víkurfrétta.

„Það hlýtur að vera í lagi að segja frá þessu núna, það er svo langt um liðið. Á áttunda áratugnum var oft erfitt að vera einn í fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík (Gullbringusýslu) og varð maður þá að vera frumlegur og uppátækjasamur til þess að sinna starfinu og geta farið um án þess að þekkjast,“ segir Óskar í viðtalinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann fór því í gervi til að geta ferðast um óþekkjanlegur og setti á sig hárkollu, skegg og gervitennur.

„Engin innan lögreglunnar þekkti mig í þessu gervi nema Rúnar Lúðvíksson, lögreglumaður. Eitt kvöldið varð ég að hitta Rúnar, sem ég vissi að var á fundi í nýju lögreglustöðinni við Hringbraut. Ég fór á stöðina og bankaði á fundarherbergið, en allar lögreglustöðvar voru ólæstar í þá daga. Til dyra kom Birgir Ólafsson, lögreglumaður. Birgir leit á mig og spurði hvað ég vildi. Ég svaraði að ég þyrfti að hitta Rúnar. Birgir sagði þá með þjósti að Rúnar væri upptekinn á fundi. Ég sagðist þurfa nauðsynlega að hitta hann. Þá lokaði Birgir dyrunum og ég heyrði hann segja að það væri maður frammi að hitta Rúnar. Rúnar spurði þá hver maðurinn væri og sagði Birgir þá: „Æ þetta er eitthvað fífl úr Garðinum!“
Ég ætlaði að deyja úr hlátri og ekki hló Rúnar minna þegar hann kom út af fundinum og sá hver maðurinn var,“ segir Óskar m.a. í viðtalinu. Allt viðtalið má lesa með því að smella á þennan tengil.


Hér að neðan getur þú svo smellt til að lesa allt páskablaðið frá Víkurfréttum.