Óþægileg tilhugsun að vita til þess að ég gæti hugsanlega verið smitberi
Hanna Björg Konráðsdóttir er lögfræðingur hjá Orkustofnun segir að daglegt líf hafi breyst talsvert. „Ég vinn heima alla daga og nýti mér mér fjarskiptin til að vera í sambandi við vinnufélaga“. Hún segist lítið fara út úr húsi og hefur útbúið litla aðstöðu niðrí kjallara til að gera smá leikfimiæfingar „sem er nauðsynlegt til að halda geðheilsunni í lagi“. Hanna svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um það hvernig hún er að upplifa ástandið í dag á tímum COVID-19.