Öskudagurinn tekinn snemma
– skrautlegir og „skelfilegir“ öskudagsbúningar.
Fésbókin hefur logað í morgun. Öskudagsmyndir flæða um „bókina“ og hafa margir foreldrar tekið daginn snemma til að klæða upp börnin sín í öskudagsbúninga, enda öskudagurinn í dag.
Meðfylgjandi er sýnishorn af því sem Suðurnesjamenn mega vænta í dag en þegar líður á daginn fara börnin á milli fyrirtækja og syngja í skiptum fyrir sælgæti.
Kötturinn verður svo sleginn úr tunnunni í dag. Í Reykjaneshöll verður öskudagshátíð fyrir börn í 1. til 6. bekk frá kl. 14-16 í dag.