Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Öskudagsskemmtun á fjölskylduvænni tíma
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 09:34

Öskudagsskemmtun á fjölskylduvænni tíma

Öskudagsskemmtunin í Garði verður haldin kl. 16 nk. miðvikudag í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þar munu börnin marsera, slá köttinn úr tunnunni og væntanlega fá eitthvað gott í gogginn.

Á fundi æskulýðsnefndar Garðs á dögunum var ákveðið að hafa öskudagsskemmtunina í íþróttahúsinu kl. 16:00 þar sem sú tímasetning væri fjölskylduvænni og veitti fleiri foreldrum tækifæri til að fylgja börnum sínum á skemmtunina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024