Öskudagshátíð í Reykjaneshöll á morgun
Það verður eflaust mikil húllumhæ á morgun þegar ungviðið á Suðurnesjum gerir sér glaðan dag á sjálfan Öskudaginn. Í Reykjanesbæ verður haldin Öskudagshátíð fyrir 1.- 6. bekk í Reykjaneshöll frá kl. 14 – 16.
Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: Kötturinn (sem er alls ekki köttur) verður sleginn úr tunnunni og sprellað verður í hoppuköstulum, leikjum og ýmsu fleiru.
Að hátíðinni stendur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Foreldrar yngri barna eru beðnir um að taka virkan þátt í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Ömmur og afar eru líka velkomin, segir í tilkynningu.
---
?VFmynd/elg – Kötturinn sleginn úr tunnunni en eins og allir vita er þessi köttur alls enginn köttur. Það myndi auðvitað enginn fara svona með kött.