Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 10:02
Öskubuskuævintýri við Stapann?
Þessa skemmtilegu mynd fengum við frá lesanda vf.is sem smellti henni af á laugardag. Framan við samkomuhúsið Stapa í Njarðvík mátti sjá stakan skó sem komið hafði verið fyrir á steini. Hvar hinn skórinn er niðurkominn er ekki vitað. Kannski er nýtt öskubuskuævintýri í uppsiglingu?