Öskubuska styrkir Krabbameinsfélag Suðurnesja
Sérstök styrktarsýning annað kvöld.
Annað kvöld apríl verður styrktarsýning á unglingaleikritinu Öskubusku á sal Heiðarskóla. Leikritið er skemmtileg nútímauppfærsla á hinu klassíska ævintýri og í því sýnir hópur nemenda í 9. og 10. bekk snilldartakta. Leikgerðin er samin af Írisi Dröfn Halldórsdóttur en auk hennar settu þær Guðný Kristjánsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir sýninguna á svið Frumleikhússins um árið. Guðný Kristjánsdóttir og María Óladóttir eru leikstjórar verksins.
Fyrir páska voru þrjár almennar sýningar. Á þeirri síðustu var uppselt og þurfti því miður að vísa fólki frá. Þetta verður allra síðasta sýningin og eru áhugasamir því eindregið hvattir til að koma og styrkja um leið gott málefni en allur ágóði af sýningunni mun renna til Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Sýningin hefst kl. 20:00 og stendur yfir í rúma klukkustund.