Öskubuska frumsýnd í kvöld

Söngleikurinn Cinderella Story eða Öskubuska er byggður á samnefndri kvikmynd sem er nútíma öskubuskusaga en gerist hér í Keflavík. Alls taka um sextíu ungmenni þátt í uppsetningunni en leikstjórar eru þær Guðný Kristjánsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir.
Þriðja sýning verður þriðjudaginn 31. okt. og fjórða sýning fimmtudaginn 2. nóv. Miðasala opnar tveimur tímum áður en sýningar hefjast.
Mynd: Úr kvikmyndinni Cinderella Story, sem margir kannast við.