Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Öskubuska fékk frábærar viðtökur
Sunnudagur 29. október 2006 kl. 15:52

Öskubuska fékk frábærar viðtökur

Húsfyllir var á frumsýningu á Söngleiknum um Öskubusku en sýningin var í gærkvöldi í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Leikarar, dansarar og söngvarar fengu frábærar viðtökur og mikið lófaklapp. Önnur sýning verður í kvöld sunnudag kl. 20.

Söngleikurinn Cinderella Story eða Öskubuska er byggður á samnefndri kvikmynd sem er nútíma öskubuskusaga en gerist hér í Keflavík. Alls taka um sextíu ungmenni þátt í uppsetningunni en leikstjórar eru þær Guðný Kristjánsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir.

Þriðja sýning verður þriðjudaginn 31. okt. og fjórða sýning fimmtudaginn 2. nóv. Miðasala opnar tveimur tímum áður en sýningar hefjast.

Nánar verður fjallað um sýninguna í Víkurfréttum næsta fimmtudag.

 

 

 

 

 

 

 

 

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024