Óskalög sjómanna í Salthúsinu - myndasafn
Sjóarinn síkáti - sjómanna og fjölskylduhátíðin í Grindavík tókst á loft síðastliðinn fimmtudag í Salthúsinu þar sem óskalög sjómanna voru leikin. Var það enginn annar en Árni Johnsen sem stýrði fjöldasöngnum þar sem flutt voru gömul og klassísk sjómannalög. Nú er komið inn myndasafn frá Salthúsinu og var ekki annað að sjá en að gestir hefðu skemmt sér prýðisvel.
Hægt er að skoða myndasafnið með því að smella hér eða fara efst á forsíðuna á vf.is.
VF-mynd/ Þorsteinn Gunnar Kristjánsson