Óskalög sjómanna: Forsala í kvöld
Forsala aðgöngumiða á söngskemmtunina Óskalög sjómanna hefst í kvöld í Salthúsinu í Grindavík og stendur yfir frá kl. 20 – 21. Skemmtunin sjálf fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld og hefst kl. 21.
Skemmtidagskrá þessi var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári en hún er tileinkuð íslenska sjómanninum og sjómannalögunum gömlu góðu, sem flestir þekkja. Dagskráin tókst frábærlega í fyrra fyrir troðfullu húsi þar sem allir skemmtu sér konunglega og er stefnt að því að þessi viðburður verði árlegur.
Fyrir fjörinu stendur tónlistarfólk úr Grindavík ásamt hljóðfæraleikurum úr næsta nágrenni
Mynd: Tónlistarfólk úr Grindavík heldur uppi veglegri söngskemmtun á fimmtudagskvöldið í Salthúsinu.
Skemmtidagskrá þessi var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári en hún er tileinkuð íslenska sjómanninum og sjómannalögunum gömlu góðu, sem flestir þekkja. Dagskráin tókst frábærlega í fyrra fyrir troðfullu húsi þar sem allir skemmtu sér konunglega og er stefnt að því að þessi viðburður verði árlegur.
Fyrir fjörinu stendur tónlistarfólk úr Grindavík ásamt hljóðfæraleikurum úr næsta nágrenni
Mynd: Tónlistarfólk úr Grindavík heldur uppi veglegri söngskemmtun á fimmtudagskvöldið í Salthúsinu.