Óskalög sjómanna -tónleikar á Ljósanótt
Frændurnir Davíð Ólafsson bassi og Steinn Erlingsson bariton munu breyta listasafninu í útvarpsþátt á Ljósanótt, laugardaginn 4. sept. Áheyrendur geta sent kveðjur sem Hjálmar Árnason útvarpsmaður mun lesa á milli laga og Gróa Hreinsdóttir leikur undir á píanó "í beinni". Tónleikarnir verða í þáttarlengd, eða rúmur hálftími enda byrjuðu margar kveðjurnar "kæri allt of stutti þáttur" eða "spilaðu lagið út af því að ég ætla að taka það upp".
Aðgangseyrir er 500kr og verða tónleikarnir kl. 14:30 og endurteknir kl.
15:30. Eyðublöð fyrir kveðjurnar verða við innganginn.
Aðgangseyrir er 500kr og verða tónleikarnir kl. 14:30 og endurteknir kl.
15:30. Eyðublöð fyrir kveðjurnar verða við innganginn.