Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Óskað eftir tilnefningum til nýrra menningarverðlauna
Þriðjudagur 2. febrúar 2010 kl. 11:32

Óskað eftir tilnefningum til nýrra menningarverðlauna


Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur nýverið var samþykkt tillaga menningar- og bókasafnsnefndar að tekin verði upp sú hefð að veita árlega menningarverðlaun Grindavíkur. Verðlaunin geta verið veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu.

Bæjaryfirvöld hafa óskað eftir tilnefningum til þessara verðlauna en þau verða afhent við setningu menningarviku þann 13. mars n.k. Tilnefningum skal fylgja smá greinargerð.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 10. febrúar n.k. Hægt er að skila tilnefningum á bæjarskrifstofuna eða á netfang frístunda- og menningarfulltrúa, Kristins Reimarssonar, [email protected], sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar.

--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Brim í Grindavík. Hópsnesviti í bakgrunni.