Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ósabotnaleið verður hjóluð
Þriðjudagur 12. júlí 2016 kl. 09:44

Ósabotnaleið verður hjóluð

–  miðvikudaginn 13.júlí kl 18:00.

Ósabotnaleið verður hjóluð miðvikudaginn 13.júlí kl 18:00.

Í samstarfi við 3N verður boðið upp á hjólaferð í ár. Bíll og hjólakerra verða með í för fyrir þau sem vilja stytta ferðina á miðri leið.

Hjólað verður frá Vesturbraut 12 Reykjanesbæ upp Hafnargötu, Grænásbrekkuna og undirgöngin uppí Ásbrú framhjá Keili til vinstri við gamla flugskýlið niður á Hafnaveg þar sem stefnan verður sett á Sandgerði og þaðan út í Garð og til baka til Reykjanesbæjar. Veðurspáin lofar suðaustan andvara sem hentar mjög vel í svona hjólaferð.

Hjólaferðin er við allra hæfi þar sem auðvelt verður að stytta hana að eigin vild.

Allir velkomnir og enginn kostnaður.
Fararstjóri verður Rúnar Helgason

Upphafsstaður: Vesturbraut 12, Reykjanesbær
Hvenær: kl 18:00

Öryggisupplýsingar:
Fararstjóri í er Rúnar Helgason
Símanúmer fararstjóra er 8944206
Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eru með í ferðinni og taka þátt í að hafa yfirsýn yfir hópinn, sjá um skyndihjálparviðbrögð skyndihjálparviðbrögð, er ráðgefandi varðandi frávik í göngunni.
Ef neyðartilvik verður sér björgunarsveitarfólk alfarið um að stýra aðgerðum.
Nota 112 appið ef hjólafólk er með það í símanum. Kveikja á því í upphafi hjólaferðar. Það gefur upp staðsetningu og auðveldar að ná í 112 ef þess gerist þörf.
Hjólafólk meti eigið líkamlegt atgervi og komi ekki nema það treysti sér til.
Hjólafólk er á eigin ábyrgð í hjólaferðinni.
Leiðsögn fer fram á íslensku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024