Öryggi í gæðum neysluvatns sé haft í fyrirrúmi
Úr greinargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga.
Mengunar varð vart í vatnsbóli Sveitarfélagsins Voga í upphafi septembermánaðar sl. Mengunin hvarf á nokkrum dögum. Bæjarráð Voga fjallaði um greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á síðasta fundi sínum. Í greinargerðinni er fjallað um aðgerðir bæði til skemmri og lengri tíma.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga álítur mikilvægt að málefni vatnsveitu og öryggi í gæðum neysluvatns séu höfð í fyrirrúmi. Þá óskar sveitarfélagið eftir viðræðum við HS Veitur um framtíðarlausn í málefnum neysluvatns, þ.e. öflunar, miðlunar og dreifingar þess í sveitarfélaginu.