Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Örn Garðars kominn á Ránna
Þriðjudagur 22. nóvember 2005 kl. 15:47

Örn Garðars kominn á Ránna

Matreiðslumaðurinn Örn Garðarsson er kominn til starfa hjá Ránni eftir að veitingastaðurinn SOHO hætti rekstri.

„Mig langaði aðeins að fá frí frá rekstri en það var góður gangur í SOHO,“ sagði Örn við Víkurfréttir. „Hér á Ránni er aðeins afslappaðra umhverfi fyrir mig, nú þarf maður ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og ekki skemmir fyrir að á Ránni er eitt best útbúna eldhús á landinu að finna.“

Örn stendur í ströngu um þessar mundir enda nóg um að vera og ber þá helst að nefna jólahlaðborðin sem Ráin stendur fyrir. Fyrsta jólahlaðborðið hefst núna á föstudag þar sem Örn verður í eldlínunni í eldhúsinu.

VF-mynd/ JBO

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024