Örlítil seinkun á Keflavík Music Festival
Farangur kom ekki með einu bandinu
Opnun Keflavík Music Festival tefst um klukkustund vegna þess að farangur hjá einu erlendu bandinu kom ekki með flugi. Reykjaneshöll opnar því klukkan 19:30 en það er sjálfur Ásgeir Trausti sem ríður á vaðið. Á eftir fylgja hljómsveitirnar Outlandish, Rudimental og Temper Trap.
Önnur dagskrá niðri í bæ hefst svo samkvæmt áætlun klukkan 22:00 en dagskrá má nálgast hér.
Við hjá Víkurfréttum viljum endilega biðla til allra tónleikagesta um að taka mynd af stemmningunni á hátíðinni og merkja þær með hashtaginu #vikurfrettir eða #kmf á Instagram. Myndirnar verða svo birtar hér á vf.is.