Orkuboltarnir lentir á Akureyri
Hjólagarpar ÍRB eru ekkert að tvínóna við hlutina. Þegar Víkurfréttir náðu tali af þeim í morgun voru þeir staddir í Öxnadalnum og töldu sjálfir að þeir yrðu komnir til Akureyrar í kringum 15 í dag. Félagarnir komu svo inn á Akureyri rétt eftir kl. 13 og voru um tveimur tímum á undan áætlun.
Haraldur Hreggviðsson einn hjólagarpanna sagði í samtali við Víkurfréttir að lokaáfangi ferðarinnar hefði gengið svakalega vel og nú væri næst á döfinni að fara í heitu pottana og slappa af. Síðar í dag myndu félagarnir svo örugglega læða sér út á Jaðarsvöll og leika golf, sér til yndisauka.
Aldursflokkamót Íslands í sundi hefst á fimmtudag en hjólagarparnir hafa hvergi nærri lagt hjólunum og ætla, ef vel viðrar, að
Áheitasöfnunin fyrir hjólatúr garpanna hefur gengið vel og hafa krakkarnir í sundhópi ÍRB verið duglegir að ganga í hús í Reykjanesbæ og hafa fengið góðar viðtökur enda æltar ÍRB sundhópurinn að koma með AMÍ bikarinn heim fjórða árið í röð.
VF-mynd/ Halldór Arinbjarnarson – Hjólagarparnir mættir í höfuðstað Norðursins, þreyttir en sælir.