Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Organistinn leikur diskó á orgelið í kvöld
Þriðjudagur 21. október 2014 kl. 13:00

Organistinn leikur diskó á orgelið í kvöld

– Kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju

Kór Keflavíkurkirkju mun bjóða upp á notalega kvöldstund í kirkjunni þriðja hvern þriðjudag í vetur undir yfirskriftinni „Kvöldstund með kórnum“ þar sem kórfélagar taka lagið, bæði í einsöng eða samsöng auk þess sem gripið verður í hljóðfæri, eða eitthvað allt annað.

Markmiðið er að safna í ferðasjóð kórsins og verður tekið á móti frjálsum framlögum í kirkjunni, aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir.

Meðal þeirra sem koma fram eru Hrútakórinn, Kóngarnir og Seríurnar sem eru minni sönghópar innan kórsins en þar er jafnframt mikið hæfileikafólk sem getur leikið á ýmiss hljóðfæri. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí í notalegu andrúmslofti en hvert kvöld hefur sitt þema.

Fyrsta kvöldstundin verður haldin í kvöld, þriðjudaginn 21. október, og hefst hún kl. 20:00. HS orka ríður á vaðið og býður starfsfólki sínu og öðrum góðum gestum á fyrsta kvöldið. Þar munu stíga á stokk einstönvararnir Sigrún Lína Ingólfsdóttir, Steinn Erlingsson og Sólmundur Friðriksson sem flytur eigin lög. Auk þess mun organistinn Arnór B. Vilbergsson leika diskó og fleira óhefðbundið á orgel kirkjunnar.

Kynnir er hinn eini sanni Kristján Jóhannsson, bassi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024