Orð eru álög - námskeið með Sigríði Klingenberg
Orð eru álög er einstakt námskeiðið og fyrsta sinnar tegundar með Sigríði Klingenberg. Námskeiðið er byggt er á samnefndri bók þar sem þátttakendur læra að tengja sig sálinni, ná betri tökum á lífi sínu og finna leiðina að hamingjunni. Sigríður ætlar að heiðra Suðurnesin með nærveru sinni þann 2. nóvember en hún mun halda námskeið í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja að Víkurbraut 13. Námskeiðið hefst klukkan 20:00 og það kostar 3.990 krónur.
Námskeiðið er leiðarvísir að lífsgleði þar sem Sigga kennir hvernig orð okkar, hugsanir og viðbrögð við öllum aðstæðum sem upp koma í lífinu geta skipt sköpum. Þátttakendum eru kenndar aðferðir til að breyta lífi sínu og fjölga gleði- og hamingjustundum. Farið verður einnig út í drauma þar sem þeir eru skilaboð sálarinnar og kenndar aðferðir til að skilja og túlka drauma, kalla á þá og fá svör.
Sigríður hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og víða erlendis og verið eftirsótt á alls kyns fundi, námskeið og skemmtanir. Þetta er sannarlega mannbætandi námskeið sem engin ætti að missa af. Námskeiðið höfðar til allra aldurshópa af báðum kynjum.
Mynd: Fréttatíminn