Órafmögnuð Vegavinna í Reykjanesbæ
				
				
European Roadworks Music eru Evrópusamtök sem vinna að því að efla kynningu á ungum söngvurum og lagahöfundum. Hera, Santiago og Geir Harðar voru valin úr hópi umsækjanda á Íslandi til að taka þátt í verkefninu og munu þau ferðast saman um Ísland 6. -  12. nóvember, en lokatónleikar þeirra í þessari ferð verð í Reykjavík 27. nóvember. Lög eftir öll þrjú koma út á safnplötu sem gefin verður út með tónlistarfólki frá Ítalíu og Bretlandi og Hera mun síðan halda á Evróputúr með breskum og ítölskum þátttakendum í verkefninu í febrúar 2004. Þá mun Hera taka þátt á Eruopean Roadworks Music kvöldi á Eurosonic í Hollandi 8. janúar nk. 
Órafmögnuð Vegavinna á viðkomu á eftirfarandi stöðum:
Fimmtudaginn 6. nóvember Castro í Reykjanesbæ
Föstudaginn 7. nóvember Café Amor á Akureyri
Laugardaginn 8. nóvember Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum
Sunnudagur 9. nóvember Hótel Framtíð á Djúpavogi
Mánudagurinn 10. nóvember Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Þriðjudagurinn 11. nóvember Tónminjasafnið á Stokkseyri
Miðvikudagurinn 12. nóvember Bíóborgin á Akranesi
Fimmtudagurinn 27. nóvember Þjóðleikhúskjallarinn í Reykjavík
Miðaverð á alla tónleikana er 1,000 krónur.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Órafmögnuð Vegavinna á viðkomu á eftirfarandi stöðum:
Fimmtudaginn 6. nóvember Castro í Reykjanesbæ
Föstudaginn 7. nóvember Café Amor á Akureyri
Laugardaginn 8. nóvember Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum
Sunnudagur 9. nóvember Hótel Framtíð á Djúpavogi
Mánudagurinn 10. nóvember Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Þriðjudagurinn 11. nóvember Tónminjasafnið á Stokkseyri
Miðvikudagurinn 12. nóvember Bíóborgin á Akranesi
Fimmtudagurinn 27. nóvember Þjóðleikhúskjallarinn í Reykjavík
Miðaverð á alla tónleikana er 1,000 krónur.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				