Opnun sýningarinnar 1200 tonn
Í húsnæði Íslenska sjávarklasans
Sýningin 1200 tonn var opnuð á dögunum í Húsi sjávarklasans. Þar sýna hönnuðirnir Þórunn Árnadóttir, Dagný Bjarnadóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Milja Korpela verk semeiga það öll sameiginlegt að sækja efnivið eða innblástur til úrgangs sem af mannavöldum safnast fyrir í hafinu, rekur á strandir og mikil umhverfisógn stafar af. Verkin sýna hvernig nýta má úrgang af strandlengjunni til nytsamlegrar og fallegrar hönnunar.
Blái herinn, undir stjórn Tómasar Knútssonar, hefur lagt til efniviðinn og var Tómas staddur opnunina.
Sýningin er haldin í samvinnu við HönnunarMars og verður opin á virkum dögum fram til 20. mars. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Landsbankinn og Egersund styrkja sýninguna.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Einnig verður innslag um sýninguna á næstunni í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Tómas ásamt hönnuðunum.
Púðar.
Veggspjöld með upplýsingum um það sem Blái herinn hefur áorkað. Einnig ljósakrónur.
Súpuskálar eða önnur matarílát.
Dæmigert rusl sem Tómas hefur tekið úr íslenskri fjöru.