Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opnun nýrrar sýningar í Listsafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 15:02

Opnun nýrrar sýningar í Listsafni Reykjanesbæjar

Listasafn Reykjanesbæjar tekur nú í fyrsta sinn þátt í Listahátíð í Reykjavík. Sýning Listasafnsins ber heitið Þríviður og er samsýning þriggja íslenskra myndlistarmanna sem allir hafa notað trjávið í miklum mæli við gerð verka sinna. Þeir heita Hannes Lárusson, Guðjón Ketilsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og eru m.a. þekktir fyrir skúlptúra sína og innsetningar. Meðhöndlun listamannanna á þessum ævagamla efniviði er eins fjölbreytt og þeir eru margir, en áherslur þeirra bera þó keim af hugmyndalist og félagslega meðvitaðri myndlist síðari ára. Á sýningunni er verkum þeirra stillt upp þannig að þau kallist á og kveiki neista hvert af öðru. Um leið verður grennslast fyrir um hlutverk trjáviðar í íslenskri myndlist og tengslin við útskurðarlist fortíðar. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin opnar sunnudaginn 18. maí kl. 20.00 og er hér um að ræða sumarsýningu safnsins og mun hún því standa til 18. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024