Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Opnar vinnustofur listamanna í Höfnum
Listamennirnir Helgi Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir verða með opna vinnustofu í Skólahúsinu í Höfnum í júlí.
Laugardagur 9. júlí 2016 kl. 06:00

Opnar vinnustofur listamanna í Höfnum

Hjónin og listamennirnir Helgi Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir hafa opnað vinnustofu í Skólahúsinu í Höfnum og selja þar handverksmuni og kaffi í júlí.

Á opnu vinnustofunni vinna þau Helgi og Valgerður meðal annars að vatnslitun og prentun á kortum auk þess að vinna leirmuni. „Myndirnar á kortunum tengjast svæðinu og umhverfinu. Til dæmis eru á þeim fuglamyndir og myndir af kirkjunni í Höfnum,“ segir Helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þau Valgerður hafa búið í Höfnum í tíu ár og kunna vel sig þar. Áður bjuggu þau í Reykjavík. „Hafnir eru týnd perla hérna á Suðurnesjum. Þetta er eiginlega sveit. Hér er mikil náttúrufegurð og gönguleiðir um allt svo maður er því mikið úti við,“ segir Helgi.

Töluvert er um að ferðamenn kíki við í Höfnum á ferðum sínum um Reykjanesið og stoppa margir þeirra við kirkjuna og Jamestown akkerið, að sögn Helga. Opið verður á vinnustofunni alla daga í júlí frá klukkan 10 til 17, fyrir utan 15. júlí en þá verður lokað.