Opnar sýningu í Leiru
Föstudaginn 3. febrúar kl. 20.00 opnar Guðmundur R Lúðvíksson myndlistamaður, málverkasýningu í Golfskálanum Leirunni. Síðasta málverkasýning hans var fyrir tveimur árum en þess á milli hefur hann sýnt annarskonar verk s.b innsetningar eða skúlptúra m.a í Hollandi, Tyrklandi og Austurríki. Á sýningunni nú er viðfangsefnið landslag – Keilir og veðurbryggði.
Guðmundur lauk námi við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1991 og framhaldsnám í Hollandi og Þýskalandi til 1995.
Hann hefur sýnt reglulega síðan og má þar nefna m.a Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg, Slunkaríki, og ýmsum galleríum. Jafnframt hefur hann sýnt í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Danmörku, Canada, Belgíu, Svíþjóð og Bretlandi svo eitthvað sé nefnt.
Á heimasíðu listamannsins www.1og8.com má finna myndir af verkum og upplýsingar um helstu sýningar og starfsferil.
Sýningin nú stendur til sunnudagskvölds 5. febrúar og líkur kl. 21.00.-
Allir eru velkomnir.
Guðmundur lauk námi við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1991 og framhaldsnám í Hollandi og Þýskalandi til 1995.
Hann hefur sýnt reglulega síðan og má þar nefna m.a Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg, Slunkaríki, og ýmsum galleríum. Jafnframt hefur hann sýnt í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Danmörku, Canada, Belgíu, Svíþjóð og Bretlandi svo eitthvað sé nefnt.
Á heimasíðu listamannsins www.1og8.com má finna myndir af verkum og upplýsingar um helstu sýningar og starfsferil.
Sýningin nú stendur til sunnudagskvölds 5. febrúar og líkur kl. 21.00.-
Allir eru velkomnir.