Opnar sýningar á söngleiknum Þú átt skilaboð í Heiðarskóla
Nemendur á unglingastigi Heiðarskóla frumsýndu söngleikinn Þú átt skilaboð á árshátíð skólans föstudaginn 17. mars. Söngleikurinn er byggður á ævintýrinu um Öskubusku og eru leikstjórar þær Daníella H. Gísladóttir, Esther Níelsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir. Árlega er boðið upp á svokallað árshátíðarval sem nýtur ávallt mikilla vinsælda. Einnig geta nemendur valið veggjaskreytingar en sá hópur málar sviðsmyndina í sal skólans. Nú stendur til að halda opnar sýningar, m.a. miðvikudaginn 22. mars kl. 20:00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en ekki er tekið við greiðslum með greiðslukortum. Öll velkomin!